29. október 2014

ELVETE

ELVETE

ELVETE – Employer Led Vocational Education and Training in Europe

Markmið verkefnisins er að vekja athygli á góðum starfsháttum í starfsnámi og –þjálfun ungs fólks með því að deila upplýsingum og reynslusögum (upplifun).
Áhersla verður lögð á hvernig samstarfi/tengingu við fyrirtæki í atvinnulífinu er háttað einkum ef það samstarf hefur skilað sér í breytingum eða aðlögun á námsskrám að þörfum atvinnulífsins.
Rannsóknirnar munu verða aðgengilegar á vefsíðu verkefnisins, einnig samanburðar- og niðurstöðuskýrslur þar sem áhersla verður lögð á vel heppnað samstarf og sameiginlega fleti milli rannsókna og landa. 

Seinni hluti verkefnisins snýst svo um að taka upplýsingarnar sem safnað hafði verið í fyrri hlutanum og teikna upp módel af námsskrá sem verður tilraunakeyrð hjá tveimur af samstarfsaðilunum yfir sex mánaða tímabil.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna á heimasíðu Háskólans í Wolverhampton: www.wlv.ac.uk/elvete

Heimasíða verkefnisins: http://www.elvete.eu/


 

Til baka í fréttir