18. mars 2019

Endurmenntun atvinnubílstjóra hjá MSS

Endurmenntun atvinnubílstjóra hjá MSS

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum kynnir með ánægju aukið námskeiðsframboð með tilkomu endurmenntunar atvinnubílstjóra hjá MSS. Samgöngustofa hefur veitt MSS vottun til að halda úti endurmenntun atvinnubílstjóra, nám sem atvinnubílstjórar skulu taka á 5 ára fresti til að viðhalda atvinnuréttindum sínum.

Nánari upplýsingar og skráning 

Fyrirhuguð eru nokkur námskeið fljótlega og hvetjum við alla til að kynna sér hvað er framundan. Námskeiðin fara fram í húsnæði MSS, Krossmóa 4 í Reykjanesbæ. Hægt er að skrá sig með því að fara inn á heimasíðu okkar, hringja í síma 421-7500  eða með því að senda tölvupóst á smari@mss.is   

Hver námskeiðshluti kostar 19.900 kr., nema annað sé tekið fram. Námskeiðin verða haldin ef næg þátttaka næst.

 

Endurmenntunin skiptist í þrjá hluta:

 

Kjarni: (21 kennslustund) 

Allir þátttakendur í endurmenntun taka kjarnafögin þrjú og eru þau grunnur námsins.

A – Kjarni, bílstjórar verða að taka öll kjarnafögin:

Vistakstur
Lög og reglur
Umferðaröryggi-bíltækni

 

Valkjarni:  (7/14 kennslustundir)

Bílstjóri sem er bæði með réttindi til farþega- og vöruflutninga í atvinnuskyni hefur val um hvorn hluta valkjarnans hann tekur en hann má líka taka báða. Bílstjóri sem eingöngu er með réttindi til farþegaflutninga í atvinnuskyni verður að taka farþegaflutningahlutann og bílstjóri sem eingöngu er með réttindi til vöruflutninga verður að taka vöruflutningahlutann.

B-Valkjarni, bílstjórar velja að taka annað hvort valkjarnanámskeiðið eða bæði:

Vöruflutningar
Farþegaflutningar

 

Val:  (7 kennslustundir)

Í vali getur bílstjóri sótt sérhæft námskeið sem varðar starf hans og fellur efnislega undir námskrá Samgöngustofu fyrir flokka aukinna ökuréttinda frá janúar 2005. Sérhæft námskeið í vali skal viðurkennt af Samgöngustofu.

C- Val, bílstjórar velja sérhæft námskeið ef þörf er á:

Skyndihjálp
Faglegi þátturinn

 

Hverjir þurfa að sækja endurmenntun?

 

Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni skal sækja 35 kennslustunda endurmenntun á 5 ára fresti. Heimilt er að skipta námskeiðsdögum niður á þessi 5 ár, þ.e.a.s hægt er að taka einn námskeiðsdag á ári ef aðilar kjósa svo, þó ber að hafa í huga að aðeins mega líða 5 ár frá því hvert námskeið í kjarnagreinum er tekið (vistakstur, umferðaröryggi, lög og reglur, vöruflutningar og farþegarflutningar) þar til það námskeið er tekið aftur.

Þeir bílstjórar sem aka aðeins í eigin þágu og eru ekki í flutningum gegn gjaldi, þurfa ekki að sækja endurmenntun frekar en þeir vilja.

 

Einstaklingar geta kannað stöðu sína í endurmenntun í með því að smella hér.

 

Til baka í fréttir