8. júní 2018

Fjölmennasta útskrift MSS

Fjölmennasta útskrift MSS

Föstudaginn 1. júní fór sameiginleg útskrift námsleiða fram við hátíðlega athöfn í húsnæði MSS að Krossmóa. Að þessu sinni útskrifuðust hátt í 70 nemendur af fimm námsleiðum en nemendur luku nú námi úr Menntastoðum, Skrifstofuskóla 1 og 2, Félagsliðabrú og Leikskóla- og stuðningsfulltrúabrú. Útskrift úr þessum námsleiðum býður uppá ýmis tækifæri til frekara náms og eflir stöðu á vinnumarkaði. Það er því ljóst að spennandi tímar bíða útskriftarnemenda.

Það er sannarlega fagnaðarefni að ljúka áfanga sem þessum og starfsfólk og kennarar MSS eru afar stolt af frábærum árangri nemenda. Sérstaklega er ánægjulegt að svona fjölmenn útskrift beri upp á 20 ára afmælisár MSS og 10 ára afmæli Samvinnu sem fagnað hefur verið með fjölbreyttum hætti í vetur.

MSS sendir öllum útskriftarnemendum innilegar hamingjuóskir og óskar þeim velfarnaðar í framtíðar verkefnum.

Til baka í fréttir