Fullt út úr dyrum á fyrirlestri um félagsfærni einhverfra nemenda

31. október 2017

Frábær aðsókn var á fyrirlestur Svanhildar Svavarsdóttur, einhverfuráðgjafa, sem haldinn var hjá MSS miðvikudaginn 25. október. Fyrirlesturinn er hluti af afmælisdagskrá miðstöðvarinnar en um þessar mundir fagnar MSS 20 ára afmæli og Samvinna,10 ára afmæli.

Í tilefni áfanganna býður MSS uppá ýmis konar viðburði í vetur. Svanhildur er menntaður kennari, sérkennari, talmeinafræðingur, boðskiptafræðingur, einhverfu ráðgjafi, TEACCH advanced certified trainer og fyrirlesari fyrir Arizona Education Cadre. Hún hefur haldið fyrirlestra út um allan heim og skrifað margar greinar og bók um málþroska, og síðast en ekki síst er hún móðir og amma. 

Svanhildur fjallaði um félagsfærni hjá nemendum með einhverfu og ræddi m.a. undirstöðuatriði fyrir félagsfærni, hvernig hægt er að byggja hana upp og hvaða skref þarf að taka til að ná árangri. Á fyrirlestrinum kom fram að einhverfir nemendur finni oft fyrir kvíða og að huga þurfi sérstaklega að samskiptum og hegðun t.d. gagnvart vinahópnum.

MSS þakkar frábærar viðtökur við erindinu en greinilegt var að málefnið er foreldrum, kennurum, aðstandendum og hverjum þeim sem koma að aðilum með einhverfu greiningu mjög hugleikið.
 

← Til baka

Afgreiðslutími skrifstofu MSS er kl. 9:00-16:00 mánudaga – fimmtudaga og 9:00 – 15:00 á föstudögum