Fyrirmynd í námi fullorðinna

24. janúar 2018

Jana Kharatian hlaut viðurkenningu Fræðslumiðstöðvar atvinnulísins sem fyrirmynd í námi fullorðinna. 
Jana kemur frá Armeníu og hóf strax nám hjá MSS þegar hún kom til landsins.

Hún kláraði íslensku 1. - 4. og að því námi loknu fór hún í nám fyrir skólaliða. Jana hélt áfram og nú um síðustu jól lauk hún tveggja ára námi og útskrifaðist af leikskóla- og stuðningsfulltrúabrú.

Við hjá MSS óskum Jönu til hamingju og erum mjög stolt af hennar árangri og hún sýnir og sannar að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.   

← Til baka

Afgreiðslutími skrifstofu MSS er kl. 9:00-16:00 mánudaga – fimmtudaga og 9:00 – 15:00 á föstudögum