8. janúar 2019

Fyrirtæki á Suðurnesjum nýta sér Fræðslustjóra að láni

Fyrirtæki á Suðurnesjum nýta sér Fræðslustjóra að láni

Undanfarið ár hafa fyritæki í ferðaþjónustu verið dugleg við að nýta sér Fræðslustjóra að láni en verkefnið felur í sér að fyrirtæki þar sem starfsmenn eru í verkalýðsfélögum, verslunarmannafélögum, stjórnenda/verkstjórafélögum, Iðunni, Rafiðnaðarsambandinu og/eða Sjómannasambandinu geta fengið „Fræðslustjóra að láni", fræðslu- og mannauðsráðgjafa sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og útbýr fræðsluáætlun byggða á greiningunni.

Greiningin og fræðsluáætlunin er ávallt unnin í nánu samstarfi með starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækisins. Allur kostnaður vegna ráðgjafans er greiddur af þeim starfsmenntasjóðum sem að verkefninu koma en framlag fyrirtækisins felst í framlögðum tíma starfsfólks.

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hefur komið að fjölmörgum fræðslustjóraverkefnum þau fyritæki sem hafa nýlega fengið til sín Fræðslustjóra að láni eða eru að hefja slíka vinnu eru Lagardère, Bílaleigan Geysir, Bus4u, Hótel Aurora og Base hótel. Öll vilja fyritækin efla þjálfun, fræðslu og menntun starfsmanna sinna og styrkja þannig reksturinn og auka gæði og fagmennsku og stuðla að aukinni starfsánægju. 

Nánari upplýsingar um Fræðslustjóra að láni má nálgast hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í síma 421-7500 eða með því að senda tölvupóst á nanna@mss.is.

Til baka í fréttir