Lokaráðstefna og fimmti alþjóðlegi fundur samstarfsaðila í ELVETE samstarfsnetinu

10. janúar 2017

Lokaráðstefnan í ELVETE Evrópuverkefninu (Employer-Led Vocational Education and Training in Europe) var haldin 29. nóvember síðastliðinn í Brussel í Belgíu. Rúmlega 50 manns með ólíkan bakgrunn sóttu ráðstefnuna, meðal annars aðstandendur verkefnisins, Þátttakendur sem höfðu lagt sitt af mörkum við öflun raundæmanna, forsvarsfólk frá Evrópusambandinu og aðrir gestir frá Austurríki, Baskalandi á Spáni, Spáni, Belgíu, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi, Íslandi, Ítalíu, Litháen, Hollandi, Portúgal, Svíþjóð, Sviss, Tyrklandi og Bretlandi. 

Dagskrá ráðstefnunnar fól í sér umræður um áherslur og forgangsmál Evrópusambandsins varðandi iðn- og starfsnám meðal annars: samstarf með fyrirtækjum, framúrskarandi vinnubrögð sem nefnd voru til sögunnar í raundæmunum og síðast en ekki síst tillögu að námsskránni/aðferðafræðinni.

Niðurstöðurnar að lokinni ráðstefnunni voru:

  • Staðfest að illmögulegt væri að hanna eina námsskrá sem er viðeigandi og mögulegt er að innleiða í 10 ólíkum Evrópulöndum –  Þess í stað var ákveðið hugmyndafræði/aðferðafræði  væri betri leið (og var það samþykkt af öllum ráðstefnugestum).
  • Það gætir misræmis milli viðhorfs menntastofnanna og fyrirtækja – menntastofnanir skilja ekki erfitt efnahagslegt ástand sem fyrirtækin búa við, og fyrirtækin skilja ekki rammann og regluverkið sem námsskráin og námsmatið setja skólunum.
  • Þróa og skipuleggja þarf stuðning fyrir fyrirtæki til að gera þeim kleift að skuldbinda sig betur þegar þau taka að sér nema í starfsþjálfun, sem getur verið snúið á efnahagslegum óvissutímum. Ekki öll fyrirtæki geta bundið sig yfir 12 mánaða starfsþjálfunartímabil eða með ákveðinn fjölda nema þegar þau geta ekki spáð fyrir um hversu mikil eftirspurnin eftir vörum þeirra eða þjónustu verður.

 

ELVETE er samstarfsverkefni 12 evrópskra aðila, Háskólinn í Wolverhampton stýrir starfinu. Markmið verkefnisins er að styrkja starfsnám og –þjálfun með því að leggja ríkari áherslu á að þjálfuð sé sú hæfni sem atvinnuveitendur þarfnast frá ungum nemum sem útskrifast úr starfsnámi.

Daginn eftir lokaráðstefnuna var haldinn lokafundur meðal samstarfsaðilanna. Fundurinn var haldinn á skrifstofu Háskólans í Wolverhampton í Brussel.

Helsta markmið fundarins var að ræða niðurstöður ráðstefnunnar sem og hugsanlegt verkefni í beinu framhaldi af þessu. Einnig voru lögð drög að lokaskilum verkefnisins og farið var yfir hvaða upplýsinga væri krafist frá öllum samstarfsaðilum.

Það tímabil sem eftir er af verkefninu munu samstarfsaðilar einnig einbeita sér að skipuleggja uppákomur til að tryggja frekari nýtingu og dreifingu á helstu niðurstöðunum.

Frekari upplýsingar um ELVETE verkefnið má sjá á vefsíðu verkefnisins: www.elvete.eu 

                                

 

← Til baka

Afgreiðslutími skrifstofu MSS er kl. 9:00-16:00 mánudaga – fimmtudaga og 9:00 – 15:00 á föstudögum