16. maí 2019

MSS auglýsir eftir verkefnastjóra

MSS auglýsir eftir verkefnastjóra

MSS óskar eftir öflugum og metnaðarfullum verkefnastjóra til starfa. Verkefnastjórinn er hluti af MSS teyminu sem skipuleggur og heldur utan um nám fyrir íbúa Suðurnesja

Við leitum að einstaklingi sem á auðvelt með að vinna í teymi, er jákvæður, skapandi, getur hugsað í lausnum og hefur áhuga á skólaþróun og kennslufræði.

Helstu verkefni

  • Skipulag og framkvæmd á íslenskunámi fyrir innflytjendur
  • Skipulag og framkvæmd námsskeiða
  • Þróun tækni í kennslu

Hæfnikröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, sjálfstæði, sveigjanleiki og skipulagshæfni í vinnubrögðum
  • Góð tölvukunnátta og geta til að tileinka sér tækninýjungar
  • Færni í teymisvinnu

Nánari upplýsingar veitir Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður, á netfangið ina@mss.is

Umsóknum skulu fylgja starfsferilskrár og kynningarbréf. 

Umsóknarfrestur er til og með 9. júní 2019.

Til baka í fréttir