2. maí 2018

Skapandi forysta

Skapandi forysta

MSS býður á hádegisfyrirlestur um skapandi forystu.

Sigrún Sævarsdóttir Griffiths fjallar um aðferðir skapandi forystu og hvernig þær má nýta til þess að vinna með þau viðfangsefni sem leiðtogar þurfa að sigrast á í störfum sínum.
Þar má nefna:
· Hvernig komust við þangað sem leiðin liggur?
· Hvernig er samvinnunni háttað?
· Hverjir hafa frumkvæðið?
· Hvernig leysir fólk ágreining?
· Hvernig má þróa hugmyndir áfram?
· Er hópurinn óvirkur? Skortir hugmyndir?
· Hvernig nýtum við þann efnivið sem okkur er úthlutaður?
· Hvernig lærum við á ólíkar aðstæður og ólíka hópa?

Sigrún rekur meistaranám við einn virtasta tónlistarháskóla í heimi, Guildhall School of Music and Drama, sem einnig er leiklistarskóli og sviðstækniskóli. Deildin er staðsett í Barbican Centre, sem er stærsta lista og menningarsetur í Evrópu. Í starfi sínu semur hún tónlist með fagfólki sem og fólki úti í samfélaginu.

Tímasetning: Þriðjudagurinn 8. maí kl. 12:00 - 13:00
Staðsetning: Húsnæði MSS - 5. hæð, Krossmóa 4a, 260 Reykjanesbæ

Fyrirlesturinn er öllum opinn og boðið er uppá léttan hádegisverð. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á mss.is eða á viðburðinum á Facebook. 

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum fagnar 20 ára afmæli og Samvinna 10 ára afmæli um þessar mundir og er þessi viðburður hluti af afmælisdagskrá okkar sem staðið hefur í allan vetur.

Nánari upplýsingar gefur Unnar Stefán Sigurðsson, unnar@mss.is , s: 421-7500 / 412-5970

Til baka í fréttir