Útskrift

11. janúar 2018

Þann 20. desember síðastliðinn útskrifuðust 54 nemendur af fimm námsleiðum hjá MSS. Athöfnin var hátíðleg og með jólalegu yfirbragði en ungmennakórinn Vox felix flutti nokkur lög í tilefni dagsins. 
Þetta er í þriðja sinn sem haldin er sameiginleg útskrift námsleiða en að þessu sinni var útskrifað úr Skrifstofuskóla, Sölu-, markaðs-, og rekstrarnámi, Félagsliðabrú, Grunnmenntaskóla og Menntastoðum.
 
Útskriftir eru alltaf hátíðlegar stundir og kennarar og starfsfólk MSS er afar stolt af árangri nemenda sinna. Elvar Þór Magnússon, nemandi úr staðnámi Menntastoða flutti ávarp fyrir hönd nemenda en þar ræddi hann meðal annars reynslu sína af náminu og hvernig það hefði aukið sjálfstraust hans til muna. Ánægjulegt er að segja frá því að stór hluti nemenda sem luku námi að þessu sinni munu halda áfram í frekara nám, ýmist innan MSS eða á öðrum vígstöðum. 
 
MSS sendir öllum útskriftarnemendum innilegar hamingjuóskir með áfangann og óskar þeim velfarnaðar í næstu verkefnum.

← Til baka

Afgreiðslutími skrifstofu MSS er kl. 9:00-16:00 mánudaga – fimmtudaga og 9:00 – 15:00 á föstudögum