4. júní 2019

Útskrift námsleiða hjá MSS

Útskrift námsleiða hjá MSS

Miðvikudaginn 29. maí fór útskrift námsleiða fram hjá MSS en að þessu sinni útskrifuðust 61 nemandi af fjórum námsleiðum. Útskrifað var úr Grunnmenntaskóla, Menntastoðum, Skrifstofuskóla I og Sölu, - markaðs-, og rekstrarnámi.

Það er alltaf mikið gleðiefni þegar nemendur hafa náð markmiðum sínum og fagna útskrift við lok námsleiðar.

Við óskum öllum útskriftarnemendum innilega til hamingju með áfangann og  óskum þeim velfarnaðar í námi og störfum. Við hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni. 

Til baka í fréttir