Viltu vinna með frábæru samstarfsfólki?

07. október 2017

Við leitum að kraftmiklum og skipulögðum einstaklingi til að sinna fjölbreyttum verkefnum á fyrirtækjasviði MSS. Til að sinna starfinu þarf einstaklingurinn að hafa mikinn áhuga á fræðslumálum, hafa haldgóða þekkingu á atvinnulífinu, vera drífandi og skipulagður.

Það þarf metnað, kraft og gott skipulag til að halda vel utanum starfið.

Starfssvið:

  • Kynningar og heimsóknir í fyrirtæki og sala á fræðslutilboðum
  • Hönnun og skipulagning námskeiða
  • Greining fræðsluþarfa í atvinnulífinu
  • Gerð fræðsluáætlana fyrir fyrirtæki

Menntun og hæfni:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Færni í verkefnastjórnun og skipulögð vinnubrögð
  • Frumkvæði, sjálfstæði og lausnamiðað viðhorf
  • Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
  • Þekking og skilningur á atvinnulífinu

Nánari upplýsingar veitir Guðjónína Sæmundsdóttir í síma 421 7500. Umsóknir berast á netfangið ina@mss.is fyrir 22. október. 

← Til baka

Afgreiðslutími skrifstofu MSS er kl. 9:00-16:00 mánudaga – fimmtudaga og 9:00 – 15:00 á föstudögum