Hluti af heild

Það skiptir ótrúlega miklu máli fyrir hópa og vinnustaði að hver og einn sé meðvitaður um að hann er hluti af liðsheild og þátttakandi í að skapa samskiptin á sínum vinnustað!

Á námskeiðinu er farið yfir mikilvægi þess að taka ábyrgð á eigin hegðun. Þá er lögð áhersla á einstaklingsmun og fjölbreytileika og gerðar skemmtilegar æfingar til að skoða hvernig hópurinn er samansettur. Það er ekki endilega besti starfsmannaandinn í einsleitum hópum, heldur þar sem hver og einn fær að blómstra á sínum forsendum. Þátttakendur setja sér markmið í samskiptum og gera æfingar sem sýna fram á styrkleika hvers og eins.

Á námskeiðinu er meðal annars farið í eftirfarandi:

  • Ábyrgð okkar
  • Þinn þáttur í samskiptum
  • Staða þín innan hópsins
  • Samskiptamynstur
  • Áskoranir á vinnustaðnum
  • Hvert viltu fara?

Lengd: Þrjár klukkustundir

Til baka í námskeið