Hópefli / Starfsdagar

Hópefli eða starfsdagur 
Árangur innan fyrirtækja fer mikið eftir samheldni starfsmanna og má tengja aukin afköst og árangur við traust og góða samvinnu þeirra á milli. En traust og samvinna koma ekki að sjálfu sér og því mikilvægt að nota tíma í að þétta hópinn og hrista hann saman þannig að úr verði enn betra teymi.
MSS getur skipulagt hópefli og starfsdaga í samráði við vinnustaði. Dagurinn eða hópeflið getur innihaldið fróðleik, samvinnuverkefni, gleði og næringu. Við skipuleggjum miðað við óskir og þarfir viðskiptavinarins en reynslan hefur sýnt að slíkir dagar skapa samkennd þar sem hópurinn kynnist betur og tjáskipti verða önnur í kjölfarið.

Miðlunaraðferðin – markviss vinnuaðferð með starfsmönnum
Miðlunaraðferðin er aðferð sem hentar vel við ýmis konar samvinnu lítilla og stórra hópa svo sem á fundum, við stefnumótun, skipulagningu verkefna, hugmyndavinnu og svo framvegis. Meginmarkmið aðferðarinnar er að skoðanir og hugmyndir allra komi fram og að allir hlutaðeigandi taki virkan þátt í vinnunni. Aðferðin er einnig kjörin til þess að skapa umræðu, forgangsraða verkefnum og ná fram megináherslum. Niðurstöður og hugmyndir eru settar fram myndrænt á töflu og fundarstjóri (miðlari) hefur það hlutverk að fá hópinn til að vinna saman og komast að sameiginlegri niðurstöðu.
Ef þú vilt prófa markvissa vinnuaðferð með starfsmannahópnum þínum, stórum sem smáum, þá er miðlunaraðferðin mögulega leiðin. Hafðu samband og við skipuleggjum góðan fund fyrir þig og hópinn þinn

Til baka í námskeið