Grindavík

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum rekur útibú og kennsluaðstöðu að Víkurbraut 56 í Grindavík. Ragnheiður Eyjólfsdóttir verkefnastjóri hjá MSS heldur utan um daglegan rekstur útibúsins og eru Grindvíkingar hvattir til að kynna sér námsframboðið hverju sinni. Hægt er að koma við á skrifstofunni, senda fyrirspurnir í gegnum tölvupóst á ragga@mss.is eða hafa samband í síma 412-5967.  Hér fyrir neðan er listi yfir þau námskeið sem boðið verður upp á í Grindavík, námskeiðin fara af stað ef næg þátttaka fæst. Með því að smella á námskeiðin hér fyrir neðan er hægt að lesa nánari lýsingu og senda inn skráningu.

Afgreiðslutími skrifstofu MSS er kl. 9:00-16:00 mánudaga – fimmtudaga og 9:00 – 15:00 á föstudögum