Háskólanám

Fjarnám á háskólastigi

Framboð fjarnáms á háskólastigi eykst stöðugt, bæði við innlenda og erlenda háskóla. MSS hefur haft samstarf við innlenda og erlenda háskóla varðandi próftökur og þarf beiðni um próftöku að berast frá viðkomandi skóla til MSS.

MSS hefur verið í samstarfi við Háskólann á Akureyri undanfarin ár og veitt aðstöðu fyrir fjarnema frá Háskólanum á Akureyri sem búsettir eru á Suðurnesjum. Nemendur geta nýtt námsaðstöðu MSS til þess að læra og til hópavinnu auk þess sem MSS býður upp á próftöku. Fjarnemendur frá HA sem skráðir eru í Reykjanesbæ greiða til MSS gjald fyrir aðstöðu og próftöku sem er 23.500 krónur fyrir skólaárið. Aðstöðugjaldið er fyrir allt skólaárið (haust- og vorönn) þó nemandi noti bara aðra önnina. ATH þetta gjald er óendurkræft. Einnig er hægt að greiða eingöngu fyrir stök próf og er upphæðin 6.500 krónur. 

Aðrir háskólanemar sem flytja próf sín til MSS borga 6.500 krónur fyrir hvert próf.


Hér eru slóðir á fjóra stærstu háskóla landsins og þar er hægt að kynna sér möguleika skólana til fjarnáms: