Háskólanám

Fjarnám á háskólastigi
MSS kynnir fjarnám á háskólastigi og veitir fjarnemum þjónustu. MSS hefur myndfundabúnaði, tölvutengingar og hefur umsjón með próftöku. Hjá okkur er veitt ráðgjöf til verðandi fjarnema og nemenda í námi, en jafnframt veita allir háskólarnir námsrágjöf.

Framboð fjarnáms á háskólastigi eykst stöðugt, bæði við innlenda og erlenda háskóla. Kennsluaðferðir eru samkvæmt ákvörðun skóla hverju sinni. Sumar námsbrautir gera ráð fyrir að nemendur stundi námið eingöngu í gegnum tölvubúnað, aðrar gera ráð fyrir notkun á myndfundabúnaði.
Fjarnemendur sem skráðir eru í Reykjanesbæ greiða til MSS ákveðið gjald fyrir aðstöðu og próftöku, 23.500 krónur fyrir bæði haust- og vorönn (t.d. haust 2015 og vor 2016) þjónustugjöldin eru fyrir allt skólaárið þó nemandi noti bara aðra önnina. ATH þetta gjald er óendurkræft.


Nemar sem flytja próf sín til MSS borga 6.500 krónur fyrir hvert próf.

Afgreiðslutími skrifstofu MSS er kl. 9:00-16:00 mánudaga – fimmtudaga og 9:00 – 15:00 á föstudögum