Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú

MSS í samstarfi við Fræðslunet Suðurlands býður nú uppá stuðningsfulltrúa- og leikskólaliðabrú. Námið hefst haustið 2019 og er kennt tvisvar í viku, seinnipartinn. Kennsla fer ýmist fram hjá MSS eða  í fjarnámi frá Fræðsluneti Suðurlands á Selfossi , mjög góð reynsla er af samstarfi og fjarkennslu á milli miðstöðvanna. Leikskólaliðabrú er 36 eininga nám en stuðningsfulltrúabrú 39 eining.

Fyrir hverja
Námið er fyrir þá sem eru 22ja ára og eldri og  hafa að baki a.m.k. þriggja ára starfsreynslu og starfa við uppeldi og umönnun barna í leik- og grunnskólum og þá sem hafa lokið starfstengdum námskeiðum, samtals 230 kennslustundum á vegum stéttarfélaga, sveitarfélaga eða annarra aðila.

Verð
Hlutur nemenda í námsgjöldum fyrir Leikskólaliða allt námið er 155.000 kr. Allar fjórar annirnar og Stuðningsfulltrúabraut 164.000 kr. Stéttarfélögin styrkja félagsmenn sína fyrir hluta námskeiðsgjalda í samræmi við reglur hvers félags.  Fræðslusjóður atvinnulífsins niðurgreiðir námið fyrir nemendur sem ekki hafa lokið framhaldsskólamenntun eða sambærilegt.

Kennslufyrirkomulag
Nám á leikskóla- og stuðningsfulltrúabrú er fjórar annir og eru kenndar um 9 einingar á hverri önn. Kennsla fer fram í formi vendikennslu. Það þýðir að nemendur þurfa einungis að mæta í skólann einu sinni í viku. Þar sem nemendur hlusta á fyrirlestra heima og mæta í vinnustofur hjá kennara. Námið hefst í ágúst 2019 og lýkur í maí 2021. Kennsla fer fram í fjarkennslu í gegnum samskiptaforritið Skype ýmist hjá MSS og frá Fræðslunetinu. Verkefnatímar verða að öllu jafna kl. 17:10-20:10 á miðvikudögum.

 

Fög sem kennd eru í náminu:

Félagsfræði FÉL103

Fötlun FTL103

Hegðun og atferlismótun HOA103

Íslenska ÍSL633

Leikur náms og þroska LNÞ103

Listir og skapandi starf LSS103

Samskipti og samstarf  SAS113 

Sálfræði SÁL203

Siðfræði SIÐ102

Skyndihjálp SKY101

Uppeldisfræði UPP103

Þroski og hreyfing ÞRO103

 

Fög að auki í stuðningsfulltrúabrú:

Kennslustofan og nemandinn 103 3 ein

Uppeldisfræði UPP203

 

Nánari upplýsingar veita Áslaug í síma 412-5952 eða á aslaug@mss.is og

Særún í síma 412-5947 eða saerun@mss.is

Verð á námsleiðum er birt með fyrirvara um breytingar

Verð: 164.000
Tímabil: 26. ágúst - 27. maí

Sækja um
Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú