Þróun hugmyndar að viðskiptatækifæri

Námskeiðið er sérsniðið að þörfum innflytjenda sem hafa hug á að hrinda í framkvæmd og/eða þróa hugmynd sína, læra um stofnun fyrirtækis og að koma hugmyndum sínum á framfæri. Inntak námskeiðs er sjálfstraust, sköpun, hugmyndaflæði, viðskiptalíf á Íslandi, hagnýt tölvunotkun, markaðsmál, viðskiptaáætlun, DK grunnur og verkefnastjórnun. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar veitir Nanna Bára Maríasdóttir í síma 412-5981 / nanna@mss.is

Dags: 19. ágúst - 05. september
Tími: Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09:00 til 12:30
Staðsetning: MSS- Krossmóa 4a Reykjanesbæ

Sækja um
Þróun hugmyndar að viðskiptatækifæri