Lífsgleði njóttu - Starfslokanámskeið

Námskeiðið er ætlað fólki sem vill undirbúa farsæl starfslok og vinna markvisst að því að aðlaga sig breyttu lífsmynstri. Hugað er að ýmsum mikilvægum þáttum er snerta fjárhag, félagslíf og andlega heilsu. Námskeiðið verður dagana 12. og 19. júní 2019, frá klukkan 17:00 og til kl. 18:30. Verð á námskeiðið er 20 000 kr. en Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis (VSFK) og Starfsmannafélag Suðurnesja (STFS) greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. Félagsmenn VSFK og STFS skrá sig á starfslokanámskeiðið með því að senda tölvupóst á nannabara@mss.is eða 421-7500.
Lífsgleði njóttu - Starfslokanámskeið