Áhugasviðsgreining

Með áhugasviðsgreiningu eru fundin tengsl milli persónuleika og áhugamála annars vegar og starfsgreina hins vegar. Áhugasviðsgreining getur verið gagnleg ef einstaklingur er í vafa um hvað hann vill gera í framtíðinni, en út úr greiningunni koma hugmyndir að starfssviðum sem er líklegt að einstaklingnum myndi líða vel í.

Ef þú ert ekki viss um hvað þú vilt gera í framtíðinni eða vilt fá staðfestingu á að þú sért á réttum stað í dag er áhugasviðsgreining kannski eitthvað fyrir þig. Við notumst við áhugasviðsgreininguna Í leit að starfi  (höfundur John Holland) sem er ein mest notaða áhugasviðskönnun á markaðnum í dag. Könnunin sem kom fyrst út árið 1970 hefur verið þýdd yfir á 16 tungumál.

Til að fá nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við:
Arndísi Hörpu Einarsdóttur náms- og starfsráðgjafa í síma 412-5951 eða arndisharpa@mss.is
Jónínu Magnúsdóttur náms- og starfsráðgjafa í síma 412-5958 eða jonina@mss.is
Steinunni Björk Jónatansdóttur náms- og starfsráðgjafa í síma 412-5940 eða steinunn@mss.is.

Afgreiðslutími skrifstofu MSS er kl. 9:00-16:00 mánudaga – fimmtudaga og 9:00 – 15:00 á föstudögum