Raunfærnimat

Raunfærnimat er ferli þar sem metin er þekking og færni á ákveðnu sviði, svo sem reynsla af starfi, námi eða félagsstörfum.
Staðfesting á færni er gefin út í lok ferlisins. 


Markmið:

  • Að geta stytt nám í framhaldi af matinu
  • Að sýna fram á reynslu og færni t.d. í
    núverandi starfi eða í atvinnuumsókn
  • Að leggja mat á hvernig einstaklingur getur
    styrkt sig í námi eða starfi


Eftir matið er hægt að taka ákvörðun um að:

  • Klára það sem vantar uppá til að ljúka námi
  • Nýta matið sem stökkpall í annað nám
  • Nýta matið til að skoða hvar þú ert staddur/stödd 


Hér má horfa á kynningarmyndband um raunfærnimat
 

Fyrir hverja er raunfærnimat?


Ertu með mikla starfsreynslu, orðin/n 23 ára og með amk. 3 ára starfsreynslu í faginu? Þá gæti raunfærnimat verið fyrir þig.


MSS hefur boðið upp á raunfærnimat í eftirfarandi starfsgreinum:


Fisktæknir í samstarfi við Fisktækniskóla Íslands

Raunfærnimat í Fisktækni er mat á færni þinni og þekkingu í sjávarútvegstengdum greinum. Lagt er mat á reynslu þína í
samtali og hún metin jafngildis áföngum í náminu.


Verslunarfulltrúi 
Fyrir þá sem hafa reynslu af verslunar- og þjónustustörfum.


Iðngreinar
MSS veitir upplýsingar og aðstoðar einstaklinga í raunfærnimati í öllum iðngreinum.
Matið er unnið í samstarfi við Iðuna Fræðslusetur og misjafnt er hvaða verkefni eru í gangi.
Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér málið og hafa samband við náms- og starfsráðgjafa MSS.


Frekari upplýsingar um raunfrænimat veita náms- og starfsráðgjafar MSS:

Arndís Harpa Einarsdóttir í síma 412 5951 eða arndisharpa@mss.is
Steinunn Björk Jónatansdóttir í síma 412 5940 eða steinunn@mss.is
Guðbjörg Gerður Gylfadóttir í síma 412 5958 eða gudbjorg@mss.is