Menntastoðir

Menntastoðir
Menntastoðir eru undirbúningsnám fyrir frumgreinadeildir Keilis, Bifrastar og H.R. Auk þess má meta námið sem hluta af bóklegum greinum í iðnnámi.

Kennsluhættir Menntastoða miða við þarfir fullorðinna nemenda og leitast er við að veita nemendum góða þjónustu. Þannig skipa sjálfsefling, námstækni og hópefli stóran þátt í skólastarfinu. Hluti kennslu í Menntastoðum byggist á tölvum og því er nemendum ráðlagt að verða sér út um fartölvu með Office hugbúnaði.

Hægt er að velja sér þá leið sem hentar en eftirfarandi leiðir hafa verið í boði hjá MSS.

Hér má sjá kynningarmyndband um Menntastoðir

Menntastoðir staðnám 1
Staðnám 1 í Menntastoðum tekur um 6 mánuði og er metið til allt að 50 eininga. Kennt er fimm daga vikunnar frá kl. 08:30 til 15:10.

Menntastoðir staðnám 2
Staðnám 2 í Menntastoðum tekur um 10 mánuði og er metið til allt að 50 eininga. Kennt er fimm daga vikunnar frá kl. 08:30 til 15:10. Staðnám 2 skiptist á tvær annir. Fyrri önn er kennd námstækni og UTN en nemendur velja svo tvö fög á fyrri önn og tvö á seinni önn. Staðnám 2 fylgir stundaskrá fyrir staðnám 1.

Menntastoðir dreifinám
Dreifinám Menntastoða tekur um 10 mánuði og telur til allt að 50 eininga. Kennt er einn virkan eftirmiðdag í viku og tvo laugardaga í mánuði. Þessi leið hentar því fólki sem er í vinnu þar sem ekki er um dagskóla að ræða. Dreifinám hefur einnig verið í boði hjá starfsstöð MSS í Grindavík.

Menntastoðir Fjarnám
Námið er 10 mánaða langt og er metið til allt að 50 eininga. Kennsla fer að mestu fram á netinu en staðlotur eru skipulagðar á ca. 6 vikna fresti. Miðað er við lotukennslu og því er eitt fag kennt í einu en námstækni dreifist á báðar annirnar.

Námskeið hefst 09.01.2019

Menntastoðir staðnám 1

Menntastoðir eru undirbúningsnám fyrir frumgreinadeildir Keilis, Bifrastar og H.R. Auk þess má meta námið sem hluta af bóklegum greinum í iðnnámi. Lok...

Námskeið hefst 09.01.2019

Menntastoðir staðnám 2

Menntastoðir eru undirbúningsnám fyrir frumgreinadeildir Keilis, Bifrastar og H.R. Auk þess má meta námið sem hluta af bóklegum greinum í iðnnámi. Lok...

Námskeið hefst 11.01.2019

Menntastoðir - Fjarnám

Menntastoðir eru undirbúningsnám fyrir frumgreinadeildir Keilis, Bifrastar og H.R. Auk þess má meta námið sem hluta af bóklegum greinum í iðnnámi. Lok...

Námskeið hefst 10.09.2019

International Menntastoðir

International Menntastoðir, distance learning. Do you want to enter a university program in Iceland but haven´t finished college or secondary school e...

  • 1

Afgreiðslutími skrifstofu MSS er kl. 9:00-16:00 mánudaga – fimmtudaga og 9:00 – 15:00 á föstudögum