Færni í ferðaþjónustu fjarnám

Námsleið þessi er einkum ætluð þeim sem starfa í ferðaþjónustu, eru 20 ára og eldri og hafa ekki lokið framhaldsskóla. Störf þeirra gera kröfur til samstarfsvilja, þjónustulundar og þekkingar á nærsamfélagi sínu.

Markmið eru að námsmaður:
• öðlist yfirsýn yfir starfsgreinina
•skilji þjóðhagslegt mikilvægi starfsgreinarinnar
•skilji hlutdeild starfsmanna í árangri ferðaþjónustu
•séu færir um að veita gæðaþjónustu
•séu úrræðagóðir við ýmiss konar aðstæður í starfi
•hafi yfirsýn yfir algenga verkferla á vinnustöðum í ferðaþjónustu
•hafi staðgóða samfélags- og staðarþekkingu og/eða viti hvar og hvernig þeir geti aukið hana og endurnýjað
•hafi innsýn í þætti ferðaþjónustu sem námsmenn velja sjálfir

Námsgreinar
•Gildi ferðaþjónustu
•Þjónusta – grunnþættir
•Mismunandi þjónustuþarfir
•Þjónustulund og samskipti
•Verkferlar á vinnustað
•Vinnusiðferði og hlutverk starfsmanns
•Sérhæfing, samfélags-
og staðarþekking
•Sérhæfing, þjónusta
•Að þróast í starfi

Kennslufyrirkomulag
Námsleiðin er 60 kennslustundir. Henni er skipt í þrjá 20 kennslustunda hluta. Námið er ætlað starfsmönnum í ferðaþjónustu eða þeim sem stefna að starfi í greininni. Fyrsti hluti námsins getur hentað fyrir nýliða eða sumarstarfsfólk.

Námsmat
Námsmat er byggt á símati þar sem fylgst er með að hve miklu leyti námsmenn hafa náð skilgreindum markmiðum náms. Námsmat þarf að endurspegla raunverulega starfsfærni.

Afgreiðslutími skrifstofu MSS er kl. 9:00-16:00 mánudaga – fimmtudaga og 9:00 – 15:00 á föstudögum