Félagsliðabrú

MSS og Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi bjóða uppá kennslu í félagsliðabrú haustið 2018. Námið er 32 einingar og er kennt á fjórum önnum. Brúin er stytting á félagsliðanámi og tekur 2 ár með vinnu. Áætlað er að námið hefjist í ágúst 2018.

Þátttakendur geta valið um sérhæfingu á sviði fötlunar- eða öldrunarþjónustu. Sérhæfingin er 7 einingar á hvoru sviði en nemendur geta tekið bæði sviðin ef þeir kjósa.

Fyrir hverja?
Þá sem náð hafa 22 ára aldri. Þá sem hafa að minnsta kosti 3 ára starfsreynslu á sviði umönnunar barna, unglinga, fatlaðra, sjúkra og aldraðar. Þá sem hafa lokið 230 kennslustunda starfstengdum námskeiðum á vegum símenntunarmiðstöðva, stéttarfélaga, sveitarfélaga og annarra aðila, s.s. ýmis fagnámskeið, starfsnámi stuðningsfulltrúa, grunn- og framhaldsnámskeiði.

Kennslufyrirkomulag
Nám á félagsliðabrú er fjórar annir og eru kenndar um 9 einingar á hverri önn. Kennsla fer fram í formi vendikennslu. Það þýðir að nemendur þurfa einungis að mæta í skólann einu sinni í viku. Þar sem nemendur hlusta á fyrirlestra heima og mæta í vinnustofur hjá kennara. Námið hefst í ágúst 2018 og lýkur í maí 2020. Kennsla fer fram í fjarkennslu í gegnum samskiptaforritið Skype ýmist hjá MSS og frá Fræðslunetinu. Verkefnatímar verða að öllu jafna kl. 17:10-20:10 á miðvikudögum.

Námsgreinar
•Heilbrigðisfræði
•Félagsfræði
•Félagsleg virkni
•Aðstoð og umönnun
•Sálfræði
•Fjölskyldan og félagsleg þjónusta
•Lyfjafræði
•Næringarfræði
•Skyndihjálp
Valgreinar
•Fötlun
•Fötlun og samfélag
•Samfélagsþjónusta aldraðra
•Öldrunarferli

Styrkir vegna skólagjalda
Hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga.

Nánari upplýsingar veitir Áslaug í síma 412-5952 eða á aslaug@mss.is

Afgreiðslutími skrifstofu MSS er kl. 9:00-16:00 mánudaga – fimmtudaga og 9:00 – 15:00 á föstudögum