Sterkari starfsmaður - Tölvur og samskipti

Námið er ætlað fólki á vinnumarkaði sem vill auka færni til að takast á við breytingar í starfi og auka færni sína í upplýsingatækni og tölvum. Tilgangur námsleiðarinnar er að auka færni námsmanna til að takast á við breytingar, stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til starfa, nýjunga, upplýsingatækni, samskipta og símenntunar og gera þá eftirsóknarverðari starfsmenn. Í náminu er lögð mikil áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem nýtast námsmönnum bæði í leik og starfi.

Markmið eru að námsmaður:
•efli sjálfstraust sitt og lífsleikni
•auki færni sína til að vinna verkefni sjálfstætt og skipulega
•öðlist jákvætt viðhorf til símenntunar, starfsþróunar og breytinga á viðfangsefnum
•auki færni sína í samskiptum við aðra
•auki færni sína til að leita upplýsinga með notkun vafra, leitarvéla og Netsins
•auki færni sína til að eiga rafræn samskipti við aðra
•auki færni sína til að vinna í ritvinnslu, töflureikni og með myndir í tölvu
•hafi gert færnimöppu þar sem lýst er almennri færni, persónulegri færni og starfsfærni

Námsgreinar:
•Námstækni og símenntun
•Sjálfstyrking og samskipti
•Vinnustaðamenning og liðsheild
•Skipulag, frumkvæði og efling í starfi
•Vafri og netið
•Rafræn samskipti
•Myndvinnsla
•Ritvinnsla
•Töflureiknir
•Færnimappa


Námsmat:
80% mætingarskylda. Ekki eru lögð fyrir formleg próf en mikil áhersla lögð á að leiðbeinandi og námsmenn fari sem oftast yfir það sem hefur áunnist og framfarir hjá námsmönnum séu tryggðar.

Kennslufyrirkomulag:
Sterkari starfsmaður – upplýsingatækni og samskipti er 150 kennslustunda nám, kennsla fer fram síðdegis, tvisvar í viku nema þarfir hópsins geri kröfu um annað.

Afgreiðslutími skrifstofu MSS er kl. 9:00-16:00 mánudaga – fimmtudaga og 9:00 – 15:00 á föstudögum