video_image

Leitaðu inn á við - Núvitund fyrir stjórnendur

Námskeið fyrir stjórnendur sem vilja tileinka sér nálgun núvitundar til að takast á við streitu daglegs lífs og auka almenna vellíðan sem skilar sér í einkalífi og starfi.

Markmiðið er að þjálfa núvitund og auka tilfinningagreind, sjálfsþekkingu og samkennd. Styrkja persónulega getu og færni til að nýta hæfileika hvers og eins til fullnustu.

Námskeiðið er skipulagt í samræmi við metsölubókina „Search Inside Yourself“ eftir Chade-Meng Tan en hann er einn af frumkvöðlum fyrirtækisins Google og var falið að þróa námskeið til að bæta sköpunargáfu, afköst og ánægju starfsmanna. Sökum velgengni þess hjá fyrirtækinu þá er það ein eftirsóttasta vinnustofan í heilsu, hamingju, leiðtogahæfni og sköpunargáfu í Bandaríkjunum um þessar mundir.

Með námskeiðinu fylgir bókin Núvitund - leitaðu inn á við og hugleiðsludiskur.

Leiðbeinandi er Margrét Arnljótsdóttir sálfræðingur.

Tímasetning: 26. apríl - 17. maí.
Skráningafrestur er til 12. apríl.

Kennt er á miðvikudögum frá kl. 9 - 13. Alls 4 skipti

Nánari upplýsingar hjá Birnu Jakobsdóttur 412-5971 / birna@mss.is
Afgreiðslutími skrifstofu MSS er kl. 9:00-16:00 mánudaga – fimmtudaga og 9:00 – 15:00 á föstudögum