video_image

Meðferð matvæla

Meðferð matvæla er námskeið ætlað starfsfólki í öllum matvælavinnslum, s.s. mötuneytum, veitingahúsum, verslunum, fisk eða kjötframleiðslu. Tilgangur námsins er að stuðla að jákvæðu viðhorfi námsmanna til starfs síns og bæta við þekkingu þeirra leikni og færni í starfi og leik. Verkefnin sem unnin eru verða í samhengi og samræmi við raunveruleg viðfangsefni í starfi.

Námskeiðið stendur frá 25. sept. til 31. okt 2017.
Tími: Frá 16:20-19.30. Mánudaga og miðvikudaga

Kennt er eftir námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífisins Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi nám samkvæmt þessari námsskrá til styttingar námi í framhaldsskóla til allt að 5 eininga.

Helstu námsþættir í námskeiðsins eru:
Gæði og öryggi við meðferð matvæla
Matvælaeftirlit – matvælavöktun
Vinnsluferlar
Innra eftirlit
Þrif og sótthreinsun
Sýnatökur og viðmið
Merkingar á umbúðum matvæla
Geymsluþol
Skynmat og sýnataka
Ofnæmi og óþol
Að auka hollustu máltíða og tilbúinna matvæla
Vöruþekking og fæðuflokkarnir
Matreiðsla

Verð 13.000 kr. og 5.000 kr. efnisgjald.

Fyrirtæki geta sótt styrk allt að 75% fyrir námskeiðsgjaldi. MSS getur aðstoðað við að sækja um styrk.
Athugið einnig að stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til náms.

Nánari upplýsingar gefur Nanna Bára Maríasdóttir, nanna@mss.is / 412 5981 / 421 7500
Afgreiðslutími skrifstofu MSS er kl. 9:00-16:00 mánudaga – fimmtudaga og 9:00 – 15:00 á föstudögum