Öryggi á fjöllum Þekkingarsetur Suðurnesja

Nú þegar haustar og styttist í rjúpnaveiðitímabilið er ekki úr vegi að fá upplýsingar um helstu öryggisatriði og græjur sem nauðsynlegar eru þegar halda skal á fjöll.

Reynslumiklar fjallageitur úr Björgunarsveitinni Suðurnes munu sjá um fræðsluna.

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Björgunarsveitina Suðurnes og fer kennsla fram kl. 19:00 til 22:00 í Þekkingarsetri Suðurnesja Garðvegi 1 Sandgerði.

ATH: Námskeiðsgjald rennur óskipt til Björgunarsveitarinnar Suðurnes.

Nánari upplýsingar veitir Hanna í síma 423-7555 eða á hanna@thekkingarsetur.is
Afgreiðslutími skrifstofu MSS er kl. 9:00-16:00 mánudaga – fimmtudaga og 9:00 – 15:00 á föstudögum