Sjúkleg streita - Sjúkraliðar og annað heilbrigðisstarfsfólk

Námskeiðið felur í sér fræðslu um streitu, hvað streita er, hvernig streituviðbrögð okkar hafa nýst okkur í gegnum aldirnar og hvernig streituviðbrögð eru farin að vinna gegn okkur í dag. Skoðað verður hvernig streituvaldar hafa breyst, hvaðan streitan kemur og hvernig við getum varist henni.

Aukinn skilningur á hversu alvarleg streita getur verið. Langvarandi og viðvarandi streita keyrir á þolvarnir okkar hvort sem um er að ræða líkamlegar eða huglægar. Streita hefur verið talin hafa fylgni við 80% nútímasjúkdóma sem herjar á mannkynið í dag.

Námsmat: 100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.

Námskeiðið er haldið dagana 27. og 29. mars frá kl. 17:00 - 21:00 .
Afgreiðslutími skrifstofu MSS er kl. 9:00-16:00 mánudaga – fimmtudaga og 9:00 – 15:00 á föstudögum