Heilabilun í heild

Námskeiðið skiptist í tvennt, annarsvegar hvað er heilabilun og hinsvegar hvernig það er að lifa með heilabilun.

Þátttakendur fá fræðslu um heilabilunar sjúkdómana, einkenni þeirra, læknismeðferðir og rannsóknir. Einnig hjúkrun við heilabilaða, innsýn inn í líf fólks með heilabilun, samskipti við heilabilaða og ýmis einkenni sem stundum eru kölluð hegðunarvandamál.

Fjallað verður um ólíka sýn fræðimanna, þar sem ýmsir hafa orðið til að andmæla eða gagnrýna læknisfræðiviðmiðið sem er ríkjandi í sýn okkar á heilabilun

Námskeiðið er tvö miðvikudagskvöld:
22. nóvember frá kl. 17:00 – 20:00
29. nóvember frá kl. 17:00 – 20:00

Nánari upplýsingar gefur Birna Jakobsdóttir, birna@mss.is, 421-7500 /412-5971.

Afgreiðslutími skrifstofu MSS er kl. 9:00-16:00 mánudaga – fimmtudaga og 9:00 – 15:00 á föstudögum