Grafíknámskeið FMR

Myndlistarfélagið í Reykjanesbæ stendur fyrir námskeiði í grafík .

Kenndar verða óhefðbundnar grafíkaðferðir (painterly print) þar sem hugmyndaauðgi og sköpunargleði fá að njóta sín. Einnig verður farið lítillega í óhefðbundna teiknivinnu til undirbúnings. Einungis eru notuð eiturefnafrí efni á námskeiðinu.

Kennari er Elva Hreiðarsdóttir. Elva Hreiðarsdóttir útskrifaðist frá myndlistardeild Kennaraháskóla Íslands árið 1989 og Listaháskóla Íslands grafíkdeild árið 2000. Hún hefur vinnustofu á Korpúlfsstöðum í Reykjavík.
Nánari upplýsingar um Elvu má nálgast á heimasíðu hennar www.elva.is og á ElvaArt á Facebook.

Kennt fer fram efirfarandi daga í Svarta pakkhúsinu.
Fimmtudaginn 25. janúar kl. 20:00 til 21:00
Laugardaginn 27. janúar kl. 10:00 til 16:00
Sunnudaginn 28. janúar kl. 10:00 til 14:00

Félagsmenn FMR fá 10% afslátt af námskeiðagjaldinu.
Afgreiðslutími skrifstofu MSS er kl. 9:00-16:00 mánudaga – fimmtudaga og 9:00 – 15:00 á föstudögum