Hannaðu þinn eigin skrautlímmiða

Hannaðu þinn eigin skrautlímmiða

Byrjendanámskeið í gerð skrautlímmiða á vegg eða í glugga.

Kennd verða grunnhandtök við gerð skrautlímmiða allt frá hönnun leturs og mynda til fullbúinna skrautlímmiða sem setja má á veggi glugga eða til að skreyta hluti.

Þátttakendur fá að gera texta eða mynd til að fara með heim. Gott væri ef þátttakendur væru með hugmyndir af því sem þeir ætla að gera til að nýta tímann sem best.

Unnið er með forritið Inkscape og límmiðar skornir út í stafrænni smiðju MSS.

Kennsla fer fram laugardaginn 25. nóvember kl. 10:30 til 13:30. Leiðbeinandi er Haukur Hilmarsson
Afgreiðslutími skrifstofu MSS er kl. 9:00-16:00 mánudaga – fimmtudaga og 9:00 – 15:00 á föstudögum