Skinnsútun Þekkingarsetur Suðurnesja

Á námskeiðinu verður farið í alla þætti sútunarferlis á lambsgærum og handbrögðin kennd.

Þátttakendur fá gæru til að vinna með á námskeiðinu og taka með sér heim að því loknu. Sútunarferlið tekur í rauntíma fjórar til fimm vikur og þátttakendur þurfa að halda áfram að vinna með sína gæru heima að námskeiði loknu.

Gott er að þátttakendur taki með sér vatnshelda skó svuntur og gúmmíhanska.Ef þið eigið ullarkamba megið þið endilega taka þá með ykkur.

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í Þekkingarsetri Suðurnesja Garðvegi 1 Sandgerði.

Kennari er Lene Zachariassen og fer kennsla fram dagana 14. og 15. október kl. 9:00 til 17:00

ATH: greiða þarf 15.000 krónur staðfestingargjald við skráningu inn á reikning 0142-26-000920 kt: 460712-0920

Nánari upplýsingar veitir Hanna í síma 423-7555 eða á hanna@thekkingarsetur.is
Afgreiðslutími skrifstofu MSS er kl. 9:00-16:00 mánudaga – fimmtudaga og 9:00 – 15:00 á föstudögum