Skrautskrift byrjendanámskeið - Reykjanesbæ

Á námskeiðinu læra þátttakendur undirstöðuatriði skrautskriftar og að ná tökum á gotneska skrautskriftarletrinu.

Þátttakendur hafa með sér skrifblokk eða stílabók.
Innifalið í verði er skrautskriftarpenni, gyllingarpenni og forskriftarblokk.

Leiðbeinandi er Jens Guðmundsson.
Kennsla fer fram á þremur kvöldum sem eru 1., 6. og 8. nóvember kl 17:30 til 21:30
Afgreiðslutími skrifstofu MSS er kl. 9:00-16:00 mánudaga – fimmtudaga og 9:00 – 15:00 á föstudögum