video_image

dk tölvubókhald

42 kennslustunda byrjendanámskeið í notkun dk fjárhags- og viðskiptamannabókhalds. dk hugbúnaður ehf er íslenskt fyrirtæki sem hefur þróað fullkomið tölvubókhaldskerfi undir nafninu dk. Þetta námskeið er góður grunnur til notkunar á dk.
Kennd verða undirstöðuatriði dk fjárhags- og viðskiptamannabókhalds auk sölukerfis og birgðabókhalds. M.a. verður farið í skráningar á færslum (fylgiskjölum) í dagbók gerð VSK skýrslna og farið í helstu atriði sem hafa þarf í huga við tölvufært bókhald frá því gögn (t.d. reikningar) berast.

Hver nemandi fær aðgang að bókhaldsforritinu gegn um RD (Remote Desktop) tengingu og útbýr ímyndað fyrirtæki sem hann vinnur með sín gögn í.
Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem ekki hafa notað dk áður eða eru að byrja að nota það.Mjög gott námskeið fyrir þá sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði.

Kennt verður á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 16:30 til 18:30 ( 14 skipti )

Leiðbeinandi er Halldóra Hreinsdóttir viðskiptafræðingur og fer kennsla fram hjá MSS að Krossmóa 4a.
Nánari upplýsingar veitir Hrönn í síma 421-7500 eða á hronn@mss.is
Afgreiðslutími skrifstofu MSS er kl. 9:00-16:00 mánudaga – fimmtudaga og 9:00 – 15:00 á föstudögum