Kvikmyndasmiðja

Þátttakendur í Kvikmyndasmiðju vinna stuttmynd frá upphafi til enda, allt frá hugmynd og handritavinnu að upptöku og klippingu.

Opnar smiðjur veita einmitt gott tækifæri til þess að kynnast skapandi starfsgreinum og hefur kvikmyndasmiðja verið á dagskrá hjá Samvinnu undanfarin ár. Kvikmyndasmiðjan er unnin í samstarfi við Stúdíó Sýrland sem heldur utan um kennslu og skipulag auk þess að bjóða aðstöðu til klippinga og úrvinnslu stuttmynda sem unnar eru í smiðjunni. Í kvikmyndasmiðju kynnast þátttakendur því ferli sem felst í gerð stuttmyndar, allt frá handritsgerð að frumsýningu.

Kvikmyndasmiðjan er 120 kennslustunda nám sem mögulegt er að meta til 10 eininga.

Til baka