Fjölskylduráðgjöf

Eitt af markmiðum Samvinnu er að stuðla að auknum lífsgæðum þátttakenda sem og fjölskyldu hans. Fjölskylduráðgjöf er viðtalsmeðferð sem lýtur að fjölskyldunni, parasambandinu og einstaklingum sem vilja bæta samskipti sín við aðra og ná betra sambandi við sjálfan sig.

Samvinna býður upp á fjölskyldumeðferð sem er gagnreynt og árangursríkt meðferðarform til að takast á við margvíslegan vanda sem upp geta komið í fjölskyldum eða hjá einstaklingum.

Fjölskylduráðgjafar koma til Samvinnu með fyrirlestra um ýmis málefni sem tengjast samskiptum einstaklinga við sína nánustu.

Meðvirkni námskeið
Á námskeiðinu er farið yfir einkenni meðvirkni og mismunandi birtingarmyndir. Auk þess er farið yfir leiðir til að bæta líðan og vinna með meðvirknina.

Hugtakið meðvirkni er notað þegar lýst er líðan eða ástandi þess einstaklings sem vanrækir sjálfan sig. Hugtakið er notað til útskýringar á einkennum sem einstaklingur upplifir félagslega, líkamlega, vitsmunalega, tilfinningalega og andlega við þessar aðstæður.  Meðvirkni verður til við ákveðnar aðstæður, bæði hjá konum og körlum og meðvirkni fer ekki í manngreiningarálit.

Til baka