Iðjuþjálfun

Iðjuþjálfar búa yfir sérþekkingu á daglegri iðju mannsins. Þá er átt við allar athafnir daglegs lífs, þar með talið að annast sig og sína, vinna ýmis störf og njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Sem dæmi um iðju má nefna heimilishald, eigin umhirðu, að aka bíl, sinna launuðu starfi, vera í námi eða sinna hverskyns tómstundaiðju.

Þótt þessi viðfangsefni virðist sjálfsögð og einföld fyrir flesta, þá geta þau verið erfið og jafnvel óyfirstíganleg fyrir margt fólk sem ekki hefur þroskast eðlilega, fengið sjúkdóma, lent í slysi, er komið á efri ár eða hefur orðið fyrir áföllum af einhverju tagi.


Fræðsla

Innan Samvinnu starfar iðjuþjálfi sem sinnir málum sem krefjast sérþekkingar á færni við iðju. Einnig hefur verið boðið upp á fyrirlestra varðandi vinnustellingar og orkusparandi aðferðir, jafnvægi í daglegu lífi og að setja sér markmið.

Til baka