Næringarráðgjöf

Boðið er upp á einstaklingsmiðaða næringarráðgjöf þegar þess er þörf. Næringarráðgjafar ráðleggja einstaklingum um áhrif mataræðis á heilsu. Í ráðgjöfinni er unnið að því að viðhalda sem besta næringarástandi einstaklinga og stuðla að góðri líðan þeirra. Fjallað er um æskilegt mataræði, næringu og hollustuhætti.


Matreiðslunámskeið
Markmið tímanna er að þátttakendur læri að nýta sér merkingar matvæla við val á hollari valkostum. Að þátttakendur kynnist fjölbreyttum tegundum grænmetis, þekki heiti þeirra, möguleika á nýtingu og læri að búa til holla rétti. Á námskeiðinu eru kynntar reglur um merkingar matvæla, þátttakendum leiðbeint að nýta sér merkingar við innkaup. Námskeiðið byggist upp á fyrirlestrum og verklegum tímum.


Fræðsla
Reglulega koma sérfræðingar til Samvinnu með fræðslu um  ákjósanlegt matarræði, bætiefni, vítamín, lyf og fleira sem hefur áhrif á líkamlega og andlega heilsu einstaklinga.

Til baka