Seigla og þrautsegja

Á námskeiðinu er fjallað um og unnið með þessi tvö lykilhugtök. Það að þekkja gildin sín og hafa seiglu eða þrautseigju til að lifa samkvæmt þeim skapar jafnvægi og hamingju.

Gildin; okkar einkalög og reglur, sú sýn sem við höfum áunnið okkur á vegferð okkar og er okkar „sannleikur“ og áttaviti í lífnu.
Seiglan; sem við þurfum að hafa til að bera, til að lifa samkvæmt gildunum.

Litlu hlutirnir sem við gerum alla daga, eins og t.d. að fara á fætur á morgnana, skapa eina heild í átt að markmiðinu. Eitt skref í einu, það er lykillinn að farsæld á ferðalaginu mikla. Þátttakendur læra aðferðir og fá í hendur verkfæri til að auðvelda þeim næstu skref.

 

Til baka