Endurhæfingarleiðir

Hjá Samvinnu eru í boði tvær heildstæðar leiðir í starfsendurhæfingu ásamt eftirfylgd

Mat á stöðu og starfsendurhæfingarmöguleikum
Um er að ræða endurhæfingu í 1-3 mánuði eftir markmiðum hverju sinni. Þessi leið hefur það að markmiði að meta raunhæfi þess að hefja markvissa starfsendurhæfingu. Þátttaka einstaklings telst m.a. fullnægjandi ef honum tekst að mæta og taka þátt í þjónustu sem nemur 12-15 tímum á viku.

Einstaklingsmiðuð þverfagleg starfsendurhæfingarlína
Á þessari leið er unnið heildstætt með vanda einstaklings með það að markmiði að einstaklingur fari aftur út á vinnumarkaðinn eða í áframhaldandi nám. Gerð er krafa um virkni í 15-20 tíma á viku í bæði hópúrræðum og einstaklingsmiðaðri þjónustu.


VIRK starfsendurhæfingarsjóður

Samvinna starfsendurhæfing er með þjónustusamning við VIRK starfsendurhæfingarsjóð sem er eini starfsendurhæfingarsjóðurinn á landinu og gilda lög nr. 60/2012.  Til þess að eiga rétt á þjónustu VIRK starfsendurhæfingarsjóðs þarf fólk að vera með heilsubrest sem staðfestur er af lækni og hafa tilvísun frá lækni. Allar beiðnir um atvinnutengda starfsendurhæfingu hjá Samvinnu starfsendurhæfingu fyrir fólk með heilsubrest eiga að berast til VIRK starfsendurhæfingarsjóðs. Þegar tilvísun berst til Samvinnu er einstaklingurinn boðaður í viðtal hjá ráðgjöfum Samvinnu þar sem hefst inntökuferli og endurhæfingaráætlun unnin af ráðgjafa og þátttakanda í sameiningu.


Aðrar stofnanir

Aðrar stofnanir geta gert samning við Samvinnu Starfsendurhæfingu eins og t.d. Vinnumálastofnun og félagsþjónustur sveitarfélaga.
Fólki sem telur sig þurfa á starfsendurhæfingu að halda en er ekki með skilgreindan heilsubrest  er bent á að snúa sér til þeirrar þjónustustofnunar sem það er í sambandi við s.s. Vinnumálastofnunar og félagsþjónustu sveitarfélaga.

Til baka