1. september 2014

Coach4me

Coach4me

MSS er þátttakandi í Leonardo verkefninu Coach4me. Verkefnið er tileinkað kennurum/leiðbeinendum til að hjálpa þeim að tileinka sér færni í notkun nýrra kennsluaðferða. Færni líkt og reynsla og fróðleikur er eitthvað sem að kennarinn/leiðbeinandinn býr þegar yfir en persónuleg og mannleg færni er færni sem samfélagið kallar enn meira á. Getan til að efla þátttakendur og til að takast á við sundurleitan hóp er krefjandi en með réttu tólunum er allt mögulegt. Til þess var Coach4me verkefnið þróað.
Verkefnið nær yfir tímabilið 2013-2015.

Markmið Coach4me eru að:

  • að hjálpa kennurum/leiðbeinendum að endurbæta kennsluhætti og þar með útkomu þátttakenda
  • að útvega leiðir til að bæta faglega þróun stöðugt fyrir kennara/leiðbeinendur
  • að auka færni kennara/leiðbeinenda til að takast á við áskoranir eins og skort á áhuga, fjölmenningu, fjölbreytni og óundirbúna þætti sem gætu komið upp
  • að skiptast á þjálfunaraðferðum (kennsluaðferðum) á evrópsku stigi

Hlutverk MSS í verkefninu snýr að því að veita samstarfsaðilum innsýn í þjónustu við þá sem hafa verið á vinnumarkaði en vilja auka við færni sína og hefja nám að nýju. Áhrif mismunandi kennsluaðferða á námsframvindu er nýtt sjónarhorn fyrir MSS en verður góð viðbót í námi og kennslu hjá miðstöðinni.

Unnar Stefán Sigurðsson, verkefnastjóri og Steinunn Björk Jónatansdóttir, náms- og starfsráðgjafi hafa að mestu séð um að heimsækja aðrar stofnanir víðsvegar um Evrópu og miðlað kennsluaðferðum áfram til kennara/leiðbeinenda sem starfa innan MSS. Þátttakendur koma víðsvegar úr Evrópu; t.d. frá Tyrklandi, Póllandi, Svíþjóð, N-Írland og Ítalíu.

Smelltu hér til að skoða heimasíðu verkefnisins  

Til baka í erlend verkefni