Arndís Harpa Einarsdóttir

Náms- og starfsráðgjafi

Ef þú þarft að ráðfæra þig við náms- og starfsráðgjafa er Arndís Harpa boðin og búin að aðstoða þig. Auk þess að leiðbeina fólki varðandi nám og störf hefur hún mikla reynslu af því að styðja við og styrkja einstaklinga og hópa í persónulegum og félagslegum málefnum. Hún hefur einnig komið að verkefnastjórnun og handleiðslu starfsmannahópa í þróunarstarfi og annarri vinnu.
Menntun: B.Ed. í Uppeldis- og kennslufræði frá Kennaraháskóla Íslands. Diploma í Stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands. Náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands.


Arndís Harpa er í ljónsmerkinu, mikil fjölskyldumanneskja, opin, hjartahlý, lífsglöð og bjartsýn. Hún kýs að hafa nóg að gera og eldmóðurinn grípur hana í spennandi verkefnum. Arndís hefur unun af því að ferðast bæði um fjöll og eyðifirði jafnt sem utan landssteinanna. Lífsmottóið er: „Æfingin skapar meistarann“

Til baka

Arndís Harpa Einarsdóttir
Arndís Harpa Einarsdóttir
Náms- og starfsráðgjafi

Netfang:
arndisharpa@mss.is

Sími:
421-7500 / 412-5951