Guðbjörg Gerður Gylfadóttir

Náms- og starfsráðgjafi

Ef þig vantar aðstoð við að efla vitund þína um eigin hæfileika, viðhorf og áhuga þannig að þú getir notið þín í námi og starfi þá kemur þú til Guðbjargar Gerðar náms- og starfsráðgjafa. Einnig er Guðbjörg rétta manneskjan ef þig vantar aðstoð við að þekkja lífssögu þína, segja frá henni og auka þannig skilning þinn á náms- og starfsáformum og starfsvali.

Ráðgjöfinni er ætlað að auðvelda fólki, á hvaða aldri sem er og við hvaða aðstæður sem er, að átta sig á styrkleikum sínum, færni og áhuga til að eiga hægara með að ákveða stefnu í námi og starfi.

Menntun: Guðbjörg er með B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum með stærðfræði sem kjörsvið frá Kennaraháskóla Íslands og MA gráðu í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands.

Guðbjörg er vatnsberi sem elskar fjölbreytileikann og ferðalög. Hún trúir á manneskjuna og er fróðleiksfús og vingjarnleg.

 

Til baka

Guðbjörg Gerður Gylfadóttir
Guðbjörg Gerður Gylfadóttir
Náms- og starfsráðgjafi

Netfang:
gudbjorg@mss.is

Sími:
421-7500 / 412-5958