Sveindís Valdimarsdóttir

Verkefnastjóri íslenskunámskeiða

Ef þig langar að læra íslensku skaltu snúa þér til Sveindísar. Hún metur hvaða námskeið hentar þér. Sveindís sér um íslenskunám fyrir innflytjendur og tekur einnig að sér að skipuleggja starfstengd íslenskunámskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir. Auk þess vinnur Sveindís að þróun frekara náms hjá MSS fyrir innflytjendur og vinnur að ýmsum sérverkefnum.
Sveindís hefur umsjón með íslenskukennslu fyrir útlendinga, hún kennir á námskeiðum og hefur umsjón með einstökum verkefnum.
Menntun: Grunnskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands

 

Sveindís er vatnsberi, sjaldnast mjög jarðtengd og á það til að sjá hlutina frá sjónarhóli, sem jafnvel hún sjálf þarf virkilega að hafa fyrir að skilja. Henni finnst gaman að syngja og skapa ýmislegt úr ýmsu og er svo í ofanálag haldin söfnunaráráttu. Hún elskar lífið í öllum sínum margbreytileika.

Til baka

Sveindís Valdimarsdóttir
Sveindís Valdimarsdóttir
Verkefnastjóri íslenskunámskeiða

Netfang:
sveindis@mss.is

Sími:
421-7500 / 412-5955