Jóhann Birnir Guðmundsson
Verkefnastjóri
Ef þú ert í atvinnuleit og vilt kanna möguleikann á námi eða starfstengdri fræðslu þá getur Jóhann Birnir verið þér innan handar. Hann heldur utan um námskeið Menntanetsins, Eflum atvinnuleitendur, auk þess sinnir Jóhann enskukennslu í Menntastoðum. Jóhanni er annt um velferð fólks og er allur af vilja gerður að hjálpa fólki að komast á rétta braut.
Menntun: BA gráða í félagsfræði frá Háskóla Íslands og UEFA A knattspyrnuþjálfaragráða.
Segja má að Jóhann Birnir sé dæmigerður Bogmaður, með mikla ævintýraþrá og þörf fyrir að víkka sjóndeildarhringinn. Jóhann er mikill fjölskyldumaður sem hefur gaman af því að ferðast og sjá nýja staði. Hann hefur nokkur áhugamál og eru alls kyns íþróttir þar ofarlega en golfið hefur nánast tekið yfir og hyggst Jóhann tengja það saman við ferðalögin í framtíðinni.