Tölvunámskeið - Spjaldtölvur og snjallsímar
Skráning á biðlista
Erum að taka við skráningum á biðlista fyrir 60 ára og eldri sem vilja taka þátt í tölvunámskeiði þar sem kennt verður á snjalltæki s.s. spjaldtölvur og snjallsíma. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Markmiðið er að efla tölvulæsi á snjalltæki, þ.e. þekkingu og færni í notkun rafrænna skilríkja og vefsíðna sem nauðsynlegt er að geta nýtt, s.s. heimabanka, netverslun, samfélagsmiðla, efnisveitur og notkun á tölvupóstum og öðrum rafrænum samskiptum:
Námsþættir:
- Rafræn skilríki og síður sem flestir þurfa að geta sótt ( heilsuvera.is, skattur.is, o.fl. )
- Heimabanki og netverslun ( millifærslur í heimabanka, reikningar, bókanir og pantanir á netinu með kreditkorti )
- Samfélagsmiðlar og efnisveitur ( Facebook, Netflix, o.fl. )
- Tölvupóstar og rafræn samskipti (Google)
Kennsluaðferðir og námsefni:
Kennslan verður einstaklingsmiðuð og því sniðin að þörfum hvers og eins en almenn atriði kynnt að hluta til fyrir alla á sama tíma.
Kennsluefnið verður að hluta til rafrænt en einnig útprentuð gögn.
Þátttakendur koma með eigin spjaldtölvu eða snjallsíma
Tímasetning:
Tímasetning verður nánar auglýst síðar en stefnt er á fyrrihluta septembermánaðar.
Leiðbeinendur: Anna Albertsdóttir/Sólveig Friðriksdóttir
ATH: Aðeins eru 8 pláss á námskeiðinu - eftir það er tekið við skráningum á biðlista fyrir næsta námskeið.
Verð:
Tímabil: 5. september - 9. september
