Hrannar Baldursson
Verkefnastjóri
Ef þig vantar aðstoð eða upplýsingar um námskeið fyrir atvinnulífið getur Hrannar verið þér innan handar. Hann skipuleggur og stýrir einnig ýmsum námsleiðum. Hann hefur langa reynslu af fræðslu fyrir fullorðna í Noregi, Bandaríkjunum og víðar og hefur mikinn áhuga á að fræðsla sé bæði áhugaverð og gagnleg. Hrannar hefur mikinn áhuga á að styðja við fólk í leið sinni að betra lífi og starfi með verklegri fræðslu.
Menntun: BA í heimspeki og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands, M.Ed. frá Montclair State University í New Jersey og eins árs diplómanám í gæðakennslu frá Universidad Anáhuac de México.
Hrannar flakkar á milli stjörnumerkja og forðast, eins og krabbi á flótta undan veiðarfærum, að vera stimplaður undir einu merki. Hann nýtur þess að ferðast, hreyfa sig, skrifa og velta fyrir sér öllu milli himins og jarðar.