Ferðir farfuglanna

Hvert fara fuglarnir þegar þeir eru ekki hér? Komast þeir alltaf sína leið? Villast þeir á miðri leið eða langar þeim mögulega að prófa nýjar slóðir? Hvernig getum við fylgst með?


Á þessu fræðslukvöldi munum við heyra af rannsóknum Sölva Rúnars Vignissonar, fuglafræðings og doktorsnema á farfuglum og ferðum þeirra um Norður-Atlantshaf og fleiri staði. Við munum kynnast því hvernig hægt er að fylgjast með ferðum fuglanna, læra af teygjum og beygjum þeirra ferðalaga og fræðast enn betur um lífríki fugla í leiðinni.


Tjaldur hefur verið Sölva Rúnari hugfanginn fugl síðustu misseri og fáum við góða innsýn bæði inn í störf fuglafræðings og líf farfugla, þá aðallega tjaldsins.


Fræðsluerindið er haldið í Þekkingarsetri Suðurnesja, Garðvegi 1, Sandgerði.

Leiðbeinandi: Sölvi Rúnar Vignisson, fuglafræðingur og doktorsnemi hjá Þekkingarsetri Suðurnesja.

Tímasetning: 16. febrúar kl. 19:00

Verð: Aðgangur ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram.

Price: ISK

Apply
Ferðir farfuglanna